Njarðvík og ÁÁ Verktakar framlengja samstarf sittPrenta

Körfubolti

ÁÁ Verktakar og Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hafa framlengt samstarf sitt fyrir komandi leiktíð en ÁÁ Verktakar hafa um árabil verið öflugur bakhjarl deildarinnar.

Áslaugur Einarsson frá ÁÁ Verktökum og Páll Kristinsson varaformaður KKD UMFN undirrituðu nýja samninginn um helgina þegar fjölmiðladagur deildarinnar og Kynningarkvöld fóru fram en þann daginn var líflegt um að litast í Ljónagryfjunni.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þakkar ÁÁ Verktökum fyrir samstarfið á liðnum árum og fagnar því að hafa jafn öflugt fyrirtæki með sér í baráttunni á meðal þeirra bestu. Páll Kristinsson sagði við þetta tilefni að það væri afar ánægjulegt að samstarfið héldi áfram með ÁÁ Verktökum en auglýsing fyrirtækisins prýðir m.a. búninga Njarðvíkurliðanna í vetur.

Á myndinni eru Áslaugur t.v. og Páll t.h. ásamt fyrirliðum meistaraflokks kvenna þeim Björk Gunnarsdóttur fyrirliða og Maríu Jónsdóttur varafyrirliða.