Njarðvík og Aðaltorg framlengja samstarfinuPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Aðaltorg hafa framlengt samstarfi sínu fyrir leiktíðina 2022-2023. Aðaltorg er einnig með samstarfi sínu að hlúa að barna- og unglingastarfi deildarinnar sem er bæði fjölbreytt og í örum vexti.

Aðaltorg Reykjanesbæ er verslunar- og þjónustutorg staðsett eingöngu 3 mínútur frá flugvellinum. Aðgengi og sýnileiki Aðaltorgs frá Reykjanesbraut er einstaklega gott. Við hönnun Aðaltorgs er tekið mið af auðveldu aðgengi ferðalanga að verslun og þjónustu á leið til eða frá landinu, jafnframt að vera staðsett miðsvæðis gagnvart íbúum bæjarfélaganna á Suðurnesjum. Kjarni núverandi skipulags er Courtyard by Marriott hótel og ÓB eldsneytisstöð ásamt verslunar- og þjónusturýmum.

Heimasíða Aðaltorgs

Mynd/ Það voru þeir Einar Þór Guðmundsson frá viðskiptaþróun Aðaltorgs og Jón Björn Ólafsson frá KKD UMFN sem innsigluðu áframahldandi samstarf.