Njarðvík og Gluggavinir framlengjaPrenta

Körfubolti

Gluggavinir og Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur skrifuðu nýverið undir nýjan samstarfs- og styrktarsamning en Gluggavinir hafa síðustu ár verið á meðal helstu bakhjarla deildarinnar.

Gluggavinir bjóða upp á fjölbreytt úrval hágæða glugga og hurða á samkeppnishæfu verði ásamt faglegri ráðgjöf og vinnu við uppsetningu. Heimasíða Gluggavina.

Það voru þær Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN og Emma Hanna Einarsdóttir stjórnarkona hjá KKD UMFN sem undirrituðu nýja samningin á dögunum með þeim Einari Ásbirni Ólafssyni stjórnarformanni Gluggavina og Gísla M. Eyjólfssyni framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Mynd/ Jón Björn – Frá vinstri Kristín Örlygsdóttir, Gísli M. Eyjólfsson, Einar Ásbjörn Ólafsson og Emma Hanna Einarsdóttir.