Njarðvík og Keflavík drógust saman í VÍS-bikarnumPrenta

Körfubolti

Dregið var í 8-liða úrslit í VÍS-bikarnum í dag. Bikarskálin gamla í Laugardal bauð upp á tvöfalda Reykjanesbæjarrimmu í drættinum en í báðum leikjum fékk Keflavík heimaleikjaréttinn.

Í karlaflokki verður leikið 11. og 12. desember í 8-liða úrslitum. Þar hinsvegar eiga hlutir enn eftir að skýrast talsvert þar sem ekki er búið að dæma í kærumáli sem kom upp eftir leik Tindastóls og Hauka í bikarnum. Niðurstaða þeirrar málsmeðferðar mun skýra hvort Njarðvík leiki gegn Tindastól eða Haukum. Sigurvegari í þeim leik mun mæta Keflavík á útivelli í 8-liða úrslitum.

Kvennamegin hlaut Keflavík líka heimaleik á móti Njarðvík en leikir kvennamegin í 8-liða úrslitum fara fram 10. og 11. desember næstkomandi.

Bikardrátturinn karla- og kvennamegin í 8-liða úrslitum

VÍS bikar kvenna

FJÖLNIR-SNÆFELL
KEFLAVÍK-NJARÐVÍK
HAUKAR-GRINDAVÍK
ÍR-STJARNAN

VÍS bikar karla

KR-HÖTTUR
STJARNAN-SKALLAGRÍMUR
VALUR-GRINDAVÍK
KEFLAVÍK – NJA / TIN eða HAU