Njarðvík og Nettó í baráttunni saman í veturPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Nettó framlengdu nýverið styrktar og samstarfssamningi sínum og því verður Nettó í baráttunni með Njarðvíkingum í úrvalsdeildinni á komandi körfuboltavetri.

Samstarfið hefur varað til fjölda ára og Nettó jafnan verið á meðal fremstu samstarfsaðila deildarinnar.

Njarðvíkingar og fleiri geta sótt í Nettó verslanir á 19 mismunandi stöðum á landinu og þá er einnig hægt að láta til sín taka í glæsilegri netverslun Nettó.

Framundan er gríðarlega spennandi vetur í íslenskum körfuknattleik sem hófst með bikartitli okkar Njarðvíkinga. Kvennaliðið er mætt í úrvalsdeild á nýjan leik og deildin fagnar því innilega að öflugir aðilar á borð við Nettó taki slaginn með okkur á komandi vertíð.

Mynd/ JBÓ: Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN ásamt Ingibjörgu Ástu Halldórsdóttur markaðsstjóri Samkaupa og Halli Geir Heiðarssyni rekstrarstjóra Nettó.