Njarðvík og Tindastóll loka þriðju umferðPrenta

Körfubolti

Þriðju umferð Subwaydeildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. ÍR og Stjarnan eiga fyrri leik kvöldsins kl. 18:00 og svo lokum við umferðinni þegar okkar menn í Njarðvík fá Tindastól í heimsókn í Ljónagryfjuna kl. 20:15.

Bæði lið eru 1-1 eftir fyrstu tvær umferðirnar, Njarðvík með tap gegn ÍR og sigur gegn Hetti en Tindastóll með tap gegn Keflavík og sigur gegn ÍR.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í Ljónagryfjuna í kvöld en það verða ljúffengir borgarar á boðstólunum frá 19:15 ásamt drykkjarföngum. Þeir sem eru svo einstaklega ólánsamir að missa af þessum spennuleik geta fylgst með fjörinu í beinni á Stöð 2 Sport – vinnum saman!