Í sumar hefur verið mikið talað um í fótboltanum hér á landi hversu lítinn séns ungir leikmenn fá hjá íslensku liðunum á kostnað erlendra leikmanna. Við erum eitt af þeim félögum sem gefið hefur ungum leikmönnum séns snemma í liði meistaraflokks í gegnum árin. Og um helgina fékk ungur leikmaður sinn fyrsta leik í deildarkeppni Íslandsmóts en það var Adam Árni Róbertsson sem var þá 17 ára, 8 mánaða og 4 daga gamall.
Alls hafa 28 leikmenn á aldrinum 15 til 18 ára leikið sinn fyrsta meistaraflokks leik í Íslandsmótinu þá í B deild, C deild og D deild (nú 3. deild) á síðustu 18. árum eða frá 1998 til 2016 og mótð ekki búið enn.
Yngsti leikmaðurinn er ennþá Óskar Örn Hauksson leikmaður KR í dag en hann var 15 ára og 14 daga gamall þegar hann lék með Njarðvík gegn Huginn/Hetti í leik um 3. sætið í 4. deild (3. núna) þann 5. september 1999. Næst yngsti er Ari Már Andrésson sem er leikmaður hjá okkur í dag en hann var 15 ára, 10 mánaða og 11 daga gamall þegar hann kom inná gegn Völsungi í 2. deild þann 22. september 2012.
Nokkrir leikmenn sem eru í leikmannahópnum í dag fengu sín fyrstu tækifæri á þessum aldri, þeir Andri Fannar Freysson, Brynjar Freyr Garðarsson, Gísli Freyr Ragnarsson, Óðinn Jóhannsson og Styrmir Gauti Fjeldsted.
Þess má einnig geta að fjöldi ungra leikmanna hafa fengið sinn fyrsta leik í Deildar / Lengjubikarnum á þessum aldri líka. Þá er ótalið þeir leikmenn sem leikið hafa sína fyrstu leiki á aldrinum 18 til 20 ára.
Opnið skránna hér fyrir neðan og skoðið listann yfir leikmenn
fyrstu-leikir-yngstu-leikmanna-1998-2016
Ari Már Andrésson
Óskar Örn Hauksson