Njarðvík mætir Tindastól í Bónus-deild kvenna í kvöld kl. 19.15. Nýja árið hefst því í Skagafirði hjá Ljónynjum í þessari 12. umferð deildarkeppninnar í Bónus-deild kvenna.
Njarðvíkurliðið fór inn í jólafrí í 2. sæti deildarinnar með 16 stig en Tindastóll er í 3.-5. sæti deildarinnar með 14 stig eins og Þór Akureyri og Keflavík.
Við sendum baráttukveðjur og vonum að sem flestir taki sér rúnt norður til að styðja við liðið.
Áfram Njarðvík!