Njarðvík-Selfoss í 16-liða úrslitum í kvöldPrenta

UMFN

Njarðvík tekur á móti Selfyssingum í 16-liða úrslitum VÍS-bikarkeppninnar í kvöld kl. 19.00 í IceMar-Höllinni. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Njarðvík TV en hlekk á leikinn má nálgast hér.

Selfoss leikur í 1. deild karla og vermir þar botnsæti deildarinnar með 4 stig en Njarðvík í 3. sæti Bónus-deildar karla með 12 stig.

Kvennalið Njarðvíkur komst í gær áfram í 8-liða úrslit eftir frækinn sigur á ríkjandi bikarmeisturum Keflavíkur og nú er komið að ljónunum að berjast fyrir sæti í 8-liða úrslitum. Fjölmennum á völlinn í kvöld og styðjum okkar menn til sigurs!

Áfram Njarðvík