Njarðvík semur við Tevin FalzonPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Tevin Falzon um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil. Það eru því Majauskas og Falzon sem fylla skörð Kyle Williams og Wayne Martin.

Falzon er framherji/miðherji sem útskrifaðist frá Sacred Heard háskólanum í Bandaríkjunum en þess má geta að þar voru hann og okkar maður Mario Matasovic liðsfélagar. Hann lék síðast í bresku BBL deildinni með 8,6 stig og 6,4 fráköst að meðaltali í leik. Falzon er landsliðsmaður hjá Möltu og hefur m.a. tekið þátt í smáþjóðaleikunum með Maltverjum og mætt þar Íslandi.

Við bjóðum Falzon velkominn í Njarðvík.