Njarðvíkurstúlkur sem hafa verið á blússandi sigurgöngu í 1.deild kvenna settu súran svip á Skallagrímskonur í þeirra eigin partý í dag þegar liðin mættust í Borgarnesi. Njarðvík sigraði leikinn 81:87 en eftir leik tóku Skallagrímskonur á móti titlinum fyrir sigur í 1.deildinni þetta árið.
Skallagrímur leiddi leikinn í hálfleik með tveimur stigum en afleiddur annar fjórðungur hjá heimastúlkum varð þeim að falli þar sem þær skoruðu aðeins 7 stig gegn sterku liði Njarðvíkur. Carmen Tyson Thomas hefur farið á kostum með liði Njarðvíkur síðan hún kom og er að skila 46 framlagsstigum að meðaltali í leik! Í kvöld skoraði hún 42 stig og tók 19 fráköst. Erikka Banks skoraði 19 stig fyrir Skallagrím.
Myndasafn – Ómar Örn Ragnarsson
Skallagrímur-Njarðvík 81-87 (21-19, 24-24, 7-24, 29-20)
Skallagrímur: Erikka Banks 19/7 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 18/8 fráköst, Ka-Deidre J. Simmons 14/6 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 12, Sólrún Sæmundsdóttir 10/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4/7 stoðsendingar, Hanna Þráinsdóttir 2/7 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2, Aníta Jasmín Finnsdóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Gunnfríður lafsdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0.
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 42/19 fráköst/9 stolnir, Björk Gunnarsdótir 17/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 10/7 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6/6 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 6, Hera Sóley Sölvadóttir 5/6 fráköst, Svava Ósk Stefánsdóttir 1, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Birta Rún Gunnarsdóttir 0, Svala Sigurðadóttir 0, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.
Frétt tekin af vef karfan.is
http://karfan.is/read/2016-03-12/njardvik-sigrudu-deildarmeistarana/