Njarðvík spáð 7. sæti í Domino´s-deild karlaPrenta

Körfubolti

Í dag fór fram árlegur blaðamannafundur Körfuknattleikssambands Íslands fyrir átökin sem hefjast í Domino´s-deild karla þann 1. október næstkomandi. Venju samkvæmt eru það formenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildunum sem setja saman spá fyrir komandi leiktíð og að þessu sinni var karlaliði okkar í Njarðvík spáð 7. sæti í deildinni.

Spámenn settu Stjörnuna á toppinn og spá þeim þar með Íslandsmeistaratitlinum og að nýliðar Hattar muni falla ásamt Þór Akureyri. Haukar og Þór fá það hlutskipti í spánni að missa af úrslitakeppninni en svona leit spáin út í heild sinni:

1. Stjarnan 375 stig
2. Tindastóll 372 stig
3. Valur 359 stig
4. Keflavík 317 stig
5. KR 264 stig
6. Grindavík 244 stig
7. Njarðvík 236 stig
8. ÍR 197 stig
9. Haukar 170 stig
10. Þór Þorlákshöfn 118 stig
11. Höttur 93 stig
12. Þór Akureyri 63 stig

Aðeins tíminn mun leiða í ljós hve glöggir spámenn voru en markmiðin í Njarðvík eru alltaf þau sömu – alla leið!

#ÁframNjarðvík