Njarðvík-Stjarnan í beinni á Youtube í kvöldPrenta

Körfubolti

Ljónynjurnar í Njarðvík taka á móti Stjörnunni kl. 19.15 í 1. deild kvenna í kvöld. Leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Youtuberásinni Njarðvík TV. Sem fyrr gildir áhorfendabann en á meðfylgjandi mynd má sjá hvar og hvernig hægt er að leggja starfinu lið með því t.d. að velja að kaupa sér rafrænan miða á leikinn í kvöld með frjálsu framlagi á reikning deildarinnar. Margt smátt gerir eitt stórt!

Af okkar konum er það að frétta að þær bíða spenntar eftir leik kvöldsins enda langt hlé loksins að baki. Eftir leikinn gegn Stjörnunni í kvöld heldur liðið svo norður í Skagafjörð og mætir Tindastól um helgina þannig að það er nóg fyrir stafni kæru Njarðvíkingar.

Eins viljum við líka minna ykkur á að panta þorrabakkana á Facebook-síðum körfuboltans eða knattspyrnunnar en deildirnar í samstarfi við Réttinn eru að selja þorrabakka í ár og verða þeir keyrðir út næstu tvo föstudaga.

#ÁframNjarðvík