Njarðvík – Stjarnan í kvöld!! Bonneau snýr afturPrenta

Körfubolti

Stjarnan verður andstæðingur okkar Njarðvíkinga í kvöld í fyrsta heimaleik vetrarins og óhætt að segja að verkefnið sé verðugt.  Okkar menn koma af góðum sigri í Þorlákshöfn og að sama skapi unnu Stjörnumenn risa sigur í síðustu umferð gegn íslands og bikarmeisturum KR.  Síðan þá hafa Stjörnumenn þétt raðirnar með nokkuð kunnulegu andliti. Stefan Bonneau er mættur aftur til leiks og ættu líkast til allir stuðningsmenn UMFN að þekkja og í raun Stjörnumenn líka þar sem kappinn lék þá grátt hér um árið.  Leikurinn er kl 20:00 í kvöld og hvetjum við alla til að koma og hvetja okkar menn til sigurs í fyrsta heimaleiknum.

 

Hjá okkar mönnum er ekki annað að frétta en að allir leikmenn eru við hesta heilsu og mæta galvaskir til leiks og stefna að sjálfsögðu á sigur!

 

Fyrir fánann og UMFN!