Njarðvík-Stjarnan í Ljónagryfjunni í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í Subwaydeild karla í kvöld kl. 20:15. Leikurinn er í 15. umferð deildarinnar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Með umferð kvöldsins eru alls 16 stig eftir í pottinum fyrir liðin í deildinni og því enn margt sem getur breyst. Í dag eru Keflavík og Valur á toppi deildarinnar með 22 stig en Njarðvík og Haukar saman í 3.-4 sæti með 20 stig. Sigur í kvöld er því gríðarlega mikilvægur í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.

Við hlökkum til að taka á móti grænum Njarðvíkingum í stúkuna í kvöld, sjötti maðurinn á pöllunum skiptir höfuðmáli.

Aðrir leikir kvöldsins:

18:15 KR – Þór Þorlákshöfn
19:15 Valur – Haukar
20:15 Njarðvík – Stjarnan

Staðan í deildinni