Njarðvík tekur á móti Val í áttundu umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld kl. 19:15 í IceMar-Höllinni. Fyrir leik kvöldsins eru Ljónynjurnar okkar í 2.-3. sæti deildarinnar með 10 stig en Valur vermir botnsætið með Aþenu með fjögur stig.
Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á völlinn í kvöld en leikur kvöldsins er næstsíðasti heimaleikur Njarðvíkurkvenna í deildinni fyrir jólafrí. Talandi um jólafrí þá geta Njarðvíkingar nálgast jólakúluna 2024 á leiknum í kvöld en að þessu sinni er það okkar gamla góða Ljónagryfja sem prýðir kúluna. Tryggið ykkur eintak, takmarkað upplag!
Sjáumst í IceMar-Höllinni í kvöld!
Staðan í Bónus-deild kvenna eftir sjö umferðir: