Njarðvík tekur XPS frá Sideline Sports í notkunPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur síðustu árin verið með þjálfara á sínum snærum sem hafa notast við Sideline Sports kerfið. Í vetur hóf unglingaráð í samstarfi við stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar notkun á XPS Network kerfinu frá Sideline Sports. Bæði stjórn KKD UMFN og unglingaráð vonast til að hér sé stigið mikilvægt framfaraskref í samskiptum félagsins við foreldra/forráðamenn og um leið þjálfurum og iðkendum fært enn eitt verkfærið í viðleitni sinni til þess að efla körfuboltafærni sína. Þess má einnig geta að knattspyrnudeild UMFN hefur einnig tekið XPS Sports smáforritið í notkun.

Samstarf KKD UMFN við Sideline Sports býður upp á marga möguleika, þetta er kerfi sem má nota til að klippa video af leikjum og sýna leikmönnum. Það er líka notað til að undirbúa æfingar þar sem stór æfingabanki er tengdur forritinu og hægt að draga æfingarnar inn í skipulag hvers þjálfara.

XPS Sports er smáforrit þar sem foreldrar og forráðamenn geta skráð mætingu eða forföll á æfingar, allar æfingar iðkenda eru merktar inn í kerfið og á næsta tímabili verður bætt við að taka alfarið í smáforritið öll samskipti sem áður fóru fram á Facebook eða Messenger eða öðrum samskiptaforritum.

Foreldrar/forráðamenn þurfa að athuga að hafa skráða tölvupósta í Nóra-kerfinu til þess að hægt sé að senda viðkomandi tölvupóst með notendanöfnum. Ef fólk er með skráðan tölvupóst beggja foreldra inni í Nóra, þá eiga báðir foreldrar að fá tölvupóst með sitthvoru notendanafninu. Ef foreldri sem var ekki með tölvupóstinn sinn skráðan á Nóra óskar eftir að fá sitt eigið notendanafn í XPS þá er hægt að setja sig í samband við þjálfara og hann bætir því við.

Mikilvægt er að allir séu skráðir sem iðkendur í félaginu í gegnum Nora því noraskráningalistinn færist skjálfkrafa yfir í forritið. Ef þið eru með gömul netföng í Nora þá þurfið þið að uppfæra þau. Þið munuð fá sent email þangað til að tengjast XPS.