Útkall! Síðasti leikur ársins á fimmtudag.
Lokaleikur ársins hjá karlaliði Njarðvíkur verður fimmtudagskvöldið 15. desember næstkomandi þegar Þór Þorlákshöfn kemur í heimsókn í Domino´s-deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Ljónagryfjunni.
Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð um þessar mundir og hvert stig getur sent liðin á mikið ferðalag í stöðutöflunni. Það er mikilvægt fyrir okkur að fjölmenna í Ljónagryfjuna og styðja okkar menn til sigurs í síðasta leik ársins!
ÁframNjarðvík