Njarðvík-Þór Þorlákshöfn: Lokaleikurinn fyrir jólafríPrenta

Körfubolti

Þá er komið að lokaleik karlaliðsins á árinu 2019 en þá fáum við Þór Þorlákshöfn í heimsókn í Njarðtaksgryfjuna kl. 20.15 í kvöld. Það dugir ekkert minna en græn og væn Gryfja í kvöld enda tvö stór stig í boði í jafnri og spennandi deild. Endum árið með stæl í Njarðtaksgryfjunni og styðjum okkar menn til sigurs.

Við hvetjum alla iðkendur í yngri flokkum til að mæta í Njarðvíkurbúning á leikinn og auðvitað jólasveinahúfu líka! Krakkarnir í minnibolta fá að fara inn á gólfið 19.50 og mynda skjaldborg í kringum völlinn og taka þátt í kynningu liðsins. Við erum í jólastuði og fá allir foreldrar sem mæta með barn í Njarðvíkurbúning og jólasveinahúfu 50% afslátt af miða á leikinn (2 fyrir 1).

Fyrir leik kvöldsins erum við í 4. sæti með 12 stig en Þór í 8. sæti með 10 stig. Okkar menn hafa unnið síðustu fimm deildarleiki og Þórsarar lönduðu stórum sigri gegn Keflavík í síðustu umferð svo það er von á miklum barningi í kvöld – þú mætir!

Staðan í deildinni