Njarðvík tekur á móti Tindastól í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins laugardaginn 18. janúar í IceMar-Höllinni. Leikurinn hefst kl. 16.00 og sigurvegarinn kemst áfram í bikarvikuna í Smáranum.
Þetta eru liðin sem mætast í 8-liða úrslitum:
Ármann – Hamar/Þór
Njarðvík – Tindastóll
Grindavík – Stjarnan
Þór Ak. – Haukar
Njarðvík og Tindastóll hafa tvívegis mæst í deildinni á þessu tímabili þar sem nýliðarnir hafa haft betur í bæði skiptin. Ykkar stuðningur kæru Njarðvíkingar skiptir því sköpum á laugardag, mætum græn og mætum með læti og hjálpum Ljónynjum að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar!