Njarðvík tekur á móti Tindastól í 16 liða úrslitum í VÍS-bikarkeppni kvenna í Ljónagryfjunni kl. 14.00 í dag laugardaginn 9. desember.
Sigurlið dagsins kemst áfram í 8-liða úrslit en Njarðvík leikur í Subway-deild kvenna en Tindastóll í 1. deild. Hjá Stólunum fáum við góða heimsókn en með þeim leikur Rannveig Guðmundsdóttir sem gekk til liðs við Tindastól í sumar. Rannveig kom upp alla yngri flokkana í Njarðvík en hún og Stólarnir hafa verið á mikilli siglingu undanfarið í 1. deild með fimm sigurleiki í röð og verma 5. sæti deildarinnar um þessar mundir.
Leikur dagsins er síðasti leikur ársins hjá kvennaliðinu okkar í Ljónagryfjunni svo við hvetjum alla til að fjölmenna og styðja okkar konur til sigurs!
Þá er ungmennaflokkur karla einnig á ferðinni í dag og mætir Haukum að Ásvöllum kl. 16.40.