Njarðvík-Tindastóll: Leikur 1 í Ljónagryfjunni í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld fer fram fyrsti leikur okkar Njarðvíkinga gegn Tindastól í undanúrslitum Subwaydeildar karla. Leikurinn hefst kl. 20:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Friðrik Heimaklettur Stefánsson mætir með Weber-tjaldið og byrjar að grilla gómsæta hamborgara á slaginu 18.00. Við Njarðvíkingar ætlum að setja upp samkomutjald við hliðina á borgara-aðgerðinni þar sem við hvetjum alla til að líta við, ræða leikinn og keyra sig í gang fyrir körfuboltaveislu kvöldsins. Mætum græn.

En víkjum nú sögunni að stjörnum kvöldsins, leikmönnum þessara tveggja flottu liða. Njarðvík og Tindastóll eiga að baki tvo deildarleiki eins og lög kveða á um þessa leiktíðina. Stólarnir mættu í Ljónagryfjuna 5. nóvember og fóru á brott með 74-83 sigur þar sem Javon Bess leiddi gestina með 22 stig.

Annar leikurinn í deild var svo 10. febrúar í Síkinu fyrir norðan þar sem okkar menn unnu góðan 84-96 útisigur. Í þeim leik var Dedrick Basile atkvæðamestur með 20 stig og 10 stoðsendingar.

Tindastóll kemur inn í seríuna eftir 3-2 sigur á Keflavík í 8-liða úrslitum og Njarðvík eftir 3-0 sigur á KR.

Við hvetjum alla til að mæta tímanlega í Ljónagryfjuna í kvöld, hefja fjörið í Weber- og samkomutjaldinu okkar og láta svo vel í sér heyra í stúkunni. Við ykkur kæru Njarðvíkingar og körfuboltafjölskylduna alla er bara eitt að segja: „Gleðilegt sumar!”

#ÁframNjarðvík

Við styðjum Njarðvík: