Njarðvík-Tindastóll: Leikur eitt í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld hefst veislan, undanúrslitin í Subwaydeild karla þar sem Njarðvík og Tindastóll hefja glímuna um sætið í úrslitum. Ljónin okkar eiga heimaleikjaréttinn og hefst leikur kvöldsins kl. 19:15 í Ljónagryfjunni. Enn eru um það bil 60 miðar eftir á Stubbur-app, fyrstur kemur fyrstur fær. Við bendum á að leikurinn er líka í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Við mætum aftur með Tailgate-tjaldið okkar þar sem hægt verður að næra alla fjölskylduna með Njarðvíkurborgurum frá kl. 17.30 og fram að leik. Við hvetjum alla stuðningsmenn til þess að mæta snemma og eiga góðar stundir saman fyrir átökin og láta svo vel í sér heyra í stúkunni.

Eins og flestum er kunnugt þá þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast áfram í úrslit og það þýðir að leikur tvö verður í Síkinu á Sauðárkróki. Við verðum með sætaferðir á leikinn en nánari upplýsingar um þær koma inn á Njarðvíkurmiðlana á morgun, föstudag.

Að þessu sinni eru Njarðvík og Tindastóll að mætast í fjórða sinn í úrslitakeppninni. Við gleymum því ekki svo glatt hvernig síðasta sería fór en þar áður voru 21 ár síðan liðin mættust síðast í úrslitakeppninni og það í úrslitum þar sem Ljónin fögnuðu titlinum. Njarðvík og Tindastóll hófu svo sögu sína í úrslitakeppninni árið 1996 en þá þurfti að vinna tvo leiki.

Seríur liðanna í úrslitakeppninni til þessa:

2023: Undanúrslit
Njarðvík – Tindastólll

2022: Undanúrslit
Njarðvík 1-3 Tindastóll

2001: Úrslit
Njarðvík 3-1 Tindastóll

1996: 8-liða úrslit
Njarðvík 2-0 Tindastóll