Njarðvík-Tindastóll: Mætum græn!Prenta

Körfubolti

Í kvöld fer fram þriðja viðureign Njarðvíkur og Tindastóls í undanúrslitum Subwaydeildar karla. Leikurinn hefst kl. 20.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Tailgate tjaldið verður að sjálfsögðu á sínum stað með gómsæta hamborgara frá kl. 18.30. Opnað verður inn í íþróttasal kl. 19:15 fyrir stuðningsmenn.

Við búumst við miklum fjölda í Ljónagryfjuna í kvöld og því ráð að mæta tímanlega. Eins má gera ráð fyrir að áhorfendur muni þurfa að þéttskipa bekkina og standa á meðan leikur fer fram.

Eins og áður hefur komið fram verður flott hálfleikssýning hjá Danskompaní.

Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Tindastól og því dugir okkur Njarðvíkingum ekkert annað en sigur til að knýja fram fjórða leik í Síkinu. Reglulega þarf ljónið að minna á yfirráðasvæði sitt og sá tími er akkúrat núna!

Áfram Njarðvík!

Við styðjum Njarðvík: