Njarðvík unnið fjóra af síðustu 10 deildarleikjum í DHLPrenta

Körfubolti

Njarðvík mætir KR í Subwaydeild karla í kvöld 29. október kl. 20:15 í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Okkar menn hafa sloppið með þrjá sigra í síðustu tíu deildarviðureignum gegn KR á heimavelli þeirra röndóttu.

Síðustu 10 deildarleikir KR-Njarðvík
á heimavelli KR: (deildarleikir en ekki leikir í úrslitakeppni)

KR 80-92 Njarðvík

KR 75-78 Njarðvík
KR 55-71 Njarðvík
KR 87-79 Njarðvík
KR 61-72 Njarðvík
KR 105-76 Njarðvík
KR 92-78 Njarðvík
KR 96-72 Njarðvík
KR 87-70 Njarðvík
KR 85-74 Njarðvík

Þess má til gamans geta að þessi tvö af sigursælustu félögum íslensks körfuknattleiks mættust fyrst á heimavelli KR árið 1970 og þá hafði KR betur 76-47. Njarðvík vann svo sinn fyrsta útisigur í deild gegn KR árið 1976 með 69-77 sigri.

Félögin hafa margoft einnig mæst í úrslitakeppninni og löngum eldað grátt silfur saman. Við Njarðvíkingar ætlum auðvitað að fjölmenna í Vesturbæinn í grænu og styðja okkar menn til sigurs!

Eins og áður hefur komið fram verður Logi Gunnarsson fyrirliði liðsins ekki með í kvöld og næstu vikurnar en nánar má lesa um það hér.

Vinir okkar í Vesturbænum verða með ljúffenga borgara klára kl. 18.30 og þá verður leikurinn einni í beinni á Stöð 2 Sport. Miðasala er í Stubbur-app sem og við hurð.