Njarðvík-Valur í VÍS bikarnum í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld mætast Njarðvík og Valur í VÍS-bikarkeppni karla en eins og áður hefur komið fram fer bikarkeppni síðustu leiktíðar fram áður en Íslandsmót núverandi leiktaíðar verður gangsett. Var bikarkeppninni frestað vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Liðið sem hefur sigur í kvöld mætir Haukum í næstu umferð en miðasala er þegar hafin á Stubbur-app en takmarkaður fjöldi miða er í boði í Gryfjuna og því vissara að panta sér miða sem fyrst.

Þá er leikurinn einnig í beinni á Njarðvík TV gegn vægu gjaldi.

#ÁframNjarðvík