Njarðvík-Valur leikur 3 í LjónagryfjunniPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Val í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna þriðjudagskvöldið 16. apríl kl. 19.30. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í undanúrslit.

Njarðvík vann stóran og öruggan sigur í fyrsta leik 96-58 en Valskonur jöfnuðu metin um helgina með 80-77 sigri í N1 Höllinni að Hlíðarenda.

Græna hjörðin lætur sig ekki vanta á svona stórleik, mætum græn og styðjum ljónynjurnar okkar til sigurs. Sjáumst í Ljónagryfjunni, besta skemmtistað bæjarins.

Áfram Njarðvík