Njarðvík-Valur: Leikur fjögur í Ljónagryfjunni!Prenta

Körfubolti

Það er útkall! Njarðvík-Valur, leikur fjögur í Ljónagryfjunni laugardagskvöldið 11. maí. Sigur eða sumarfrí! Valsmenn leiða einvígið 2-1 en Ljónin okkar ætla sér ekkert annað en að jafna seríuna og berja fram oddaleik að Hliðarenda.

Að sjálfsögðu verður Subwayskotið á sínum stað, Gryfjuborgarar og drykkir frá kl. 18.00. Miðasala fer fram á Stubbur-app og við hvetjum stuðningsmenn til að mæta snemma og tryggja sér gott pláss í stúkunni.

Njarðvík vann fyrsta leik seríunnar 105-84. Valsmenn svöruðu með 78-69 sigri í leik tvö og þriðji leikurinn féll á einu stigi eftir æsispennandi leik. Við mætum græn og við jöfnum – Áfram Njarðvík!

Fyrir fánann og UMFN!