Önnur viðureign Njarðvíkur og Vals í undanúrslitum Subway-deildar karla fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 19:15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Gryfjuborgarar verða á boðstólunum frá kl. 18.00 ásamt drykkjum, góð tónlist og nýr og glæsilegur bolur fyrir stuðningsmenn verður í sölu í kvöld. Verð kr. 3000,- og barnastærðir í boði. Þá er líka gott fyrir próteinsjúka að vita að harðfiskurinn góði er mættur aftur og verður til sölu í kvöld.
Eins og mörgum er ljóst er staðan 0-1 í einvíginu fyrir Njarðvík eftir öflugan sigur í fyrsta leik. Það má því gera ráð fyrir að Valsmenn selji sig dýrt í kvöld og því mikilvægt að mæta í grænu, mæta snemma og mæta með læti. Sjötti maðurinn í stúkunni er oft sá sem ríður baggamuninn.
Þá eru okkar menn að hefja líka leik í fótboltanum í kvöld þegar þeir mæta Leikni í Lengjudeildinni kl. 19.15 á útivelli. Verum dugleg að mæta á völlinn í sumar.