Njarðvík-Valur: Lokaleikur í deildPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni. Það verður mikið um dýrðir fyrir leik, fjölskyldubingó í Njarðvíkurskóla kl. 17 og svo mæta allir á leik strax á eftir.

Viðureign kvöldsins er sú síðasta í venjulegri deildarkeppni áður en deildinni verður skipt upp í A og B hluta. Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar konur til sigurs.

Áfram Njarðvík!