Njarðvík-Valur: Lokaumferðin í kvöldPrenta

Körfubolti

Þá er komið að lokaumferðinni í Subwaydeild karla. Sex leikir í kvöld og allir hefjast þeir kl. 19:15. Njarðvík tekur á móti Val sem er þegar orðinn deildarmeistari en Ljónin þurfa á sigri að halda í baráttunni um 2. sæti í deildinni. Eftir viðureign kvöldsins ræðst það hvaða lið við fáum í úrslitakeppninni!

Græna hjörðin á að fjölmenna enda verða gómsætir grillborgarar á boðstólunum fyrir leik þar sem enginn annar en Heimakletturinn, Friðrik Erlendur Stefánsson, verður á grillspaðanum!

Fyrir kvöldið er vitað að Valur er deildarmeistari og Hamar og Breiðablik eru fallin í 1. deild. Stjarnan og Tindastóll berjast um síðasta sætið í úrslitakeppninni og staðan á okkar mönnum er þannig að byggt á úrslitum kvöldsins getur Njarðvík hafnaði í 2.-4. sæti.

Græna stúku í kvöld og áfram Njarðvík!

Mögulegar endasenur í kvöld (frá Karfan.is):

Valur – 1. sæti
Keflavík – 2. til 5. sæti
Njarðvík – 2. til 4. sæti
Grindavík – 2. til 5. sæti
Þór – 4. til 5. sæti
Álftanes – 6. til 7. sæti
Höttur – 6. til 8. sæti
Tindastóll – 7. til 9. sæti
Stjarnan – 8. til 9. sæti
Hauka – 10. sæti
Breiðablik – 11. sæti
Hamar – 12. sæti