Njarðvík-Vestri í 8-liða úrslitum í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Vestra í 8-liða úrslitum Geysisbikars karla í Ljónagryfjunni kl. 19:15 í kvöld. Sigurlið kvöldsins öðlast þátttökurétt í undanúrslitahelginni sem fram fer í Laugardalshöll.

Vestri er sýnd veiði en alls ekki gefin enda unnu þeir sér sæti í 8-liða úrslitum eftir frækinn sigur á Haukum. Ljónin hungrar engu að síður í farmiða í Laugardalshöll enda langt um liðið. Njarðvíkingar fjölmennum á pallana og styðjum okkar menn í baráttunni fyrir farseðlinum inn í Laugardal!

Þeir sem komast ekki í kvöld geta fylgst með leiknum á Jakinn TV sem ætlar að sýna í beinni.

Þá eru tveir aðrir leikir í bikarnum í kvöld en þeir eru:
ÍR – Skallagrímur
KR – Grindavík

Á morgun mætast svo Tindastóll og Stjarnan í síðasta leik 8-liða úrslitanna.

FB-viðburður: Njarðvík-Vestri