Njarðvíkingar á unglingalandsmóti 2025Prenta

UMFN

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið með trukki síðustu helgi á Egilsstöðum í brakandi blíðu alla helgina. Frá fimmtudegi til sunnudags kepptu ungmenninn sín á milli í hinum ýmsu greinum. Nokkur galvösk ungmenni úr UMFN spreyttu sig í hinum ýmsu greinum og má þar nefna körfubolta, knattspyrnu, pílu, sundi, frjálsum íþróttum (hlaupi), kökuskreytingum og stafsetningu.

Birta Skúladóttir (Nr 247) reyndi fyrir sér í 60m og 600m hlaupi og stóð sig með prýði

Stúlkur úr UMFN sóttu gull í körfuboltanum með því að sigra alla sína leiki en þar voru á ferð Karen Ósk Lúthersdóttir, Helga Jara Bjarnadóttir og Rósa Kristín Jónsdóttir. Þetta voru ekki einu verðlaunin sem rötuðu í hendur Njarðvíkinga á mótinu. Alexander Skúlason gerði sér lítið fyrir og tók brons í pílukasti og í körfuknattleik. Alexander leiddi þar lið UMFÍ1 með leikmönnum frá öðrum liðum með sér.


Lilja, Helga Jara, Karen Ósk og Rósa Kristín

Alexander Skúlason undirbýr pílukastið sem færði honum brons verðlaun.

Salka Bjarnadóttir, Klara Rún Lúthersdóttir og Lilja Skúladóttir ásamt Hafdísi Hafþórsdóttir tóku bronsverðlaun í fimleikum (æfa með fimleikadeild Keflavíkur en þær þrjá fyrst nefndu búa hérna megin við lækinn og við teljum það bara með)


Klara Rún, Hafdís Arna og Salka Bjarnadóttir með bronsið eftir fimleikana.

Gunnar Páll Guðnason tók brons í hjólreiðum og svo vann systir hans Hanna Steinunn Guðnadóttir 4 gull í sundi, takk fyrir takk.


Hanna Steinunn “gull húðuð” eftir sundferðirnar

Gunnar Páll með brons í hjólreiðum

Uppskeran þessa helgina glæsileg og allir þessi fersku Njarðvíkingar ásamt fleirum voru bæði sér og klúbbnum til sóma þó svo að ekki hafi verið keppt undir merkjum UMFN formlega.

Þó var að sjálfsögðu fáni UMFN borinn inn á völlinn við setningu mótsins og voru fánaberar þær Birta Skúladóttir og Salka Bjarnadóttir.