Njarðvíkingar heimsækja Hlíðarenda í kvöldPrenta

Körfubolti

Önnur umferðin í Bónus-deild kvenna hefst í kvöld og þá mætast Valur og Njarðvík í N1-Höllinni að Hlíðarenda. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á SÝN Sport Ísland.

Njarðvík lagði Stjörnuna á útivelli í fyrstu umferð og Valur lagði Keflavík í Blue-höllinni svo von er á hörku slag í höfuðborginni í kvöld og því hvetjum við Njarðvíkinga til að fjölmenna og styðja við ljónynjurnar okkar.

Áfram Njarðvík!

Staðan í deildinni:

Mynd/ GJ