Njarðvíkurkonur úr leik í bikarnumPrenta

Körfubolti


Margar góðar rispur sáust hjá Njarðvíkurkonum í dag þegar liðið varð engu að síður að fella sig við ósigur gegn Keflavík í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins. Einkar flott byrjun og góðir taktar inn á milli litu dagsins ljós í dag en Domino´s-deildarlið Keflavíkur reyndist einfaldlega of stór biti þegar öllu var á botninn hvolft. Lokatölur 59-88. Jóhanna Lilja Pálsdóttir og Erna Freydís Traustadóttir voru stigahæstar í Njarðvíkurliðinu í dag með 13 stig hvor um sig.

Jóhanna og Erna opnuðu leikinn fyrir Njarðvík með þristum og grænar komust í 6-2. Grænar voru ekki hættar því 7 af 10 fyrstu þristum liðsins rötuðu niður og staðan 23-23 að loknum fyrsta leikhluta og Jóhanna með 12 stig, 4-4 í þristum.

Keflvíkingar náðu forystunni í öðrum leikhluta og komust í 25-33 þegar Ragnar og Rúnar tóku leikhlé fyrir Njarðvíkurliðið. Eftir sjö mínútna leik í öðrum leikhluta var staðan 26-38 fyrir Keflavík sem höfðu heldur hert tökin í vörninni og Njarðvík tókst að eins að læða að þremur stigum þessar sjö mínútur.

Liðin gengu til hálfleiks í stöðunni 31-50 þar sem Þóranna í liði Keflavíkur var komin með 13 stig og reyndist Njarðvíkingum erfið. Hjá okkar konum var Jóhanna Lilja stigahæst í hálfleik með 1e stig en þær Lára og Erna hennir næstar báðar með 6 stig.

Keflavík opnaði þriðja leikhluta 2-9 og staðan orðin 33-62 þegar rúmar 14 mínútur lifðu leiks. Staðan að leikhlutanum loknum var 39-68 Keflavík í vil. Gestirnir úr Keflavík höfðu þegar komið var í fjórða leikhluta einfaldlega slitið sig of langt frá okkar konum svo fjórði leikhluti varð ekki í hættu hjá þeim, lokatölur reyndust 59-88.

Margt jákvætt í leik Njarðvíkurliðsins í dag en um sinn var bitinn of stór. Það mun breytast!

Myndasafn

Tölfræði leiksins