Í dag var dregið í 8-liða úrslit Maltbikarsins og það hafðist, bæði Njarðvíkurliðin fengu heimaleik! Karlaliðið dróst á móti KR en kvennaliðið mætir Breiðablik.
Leikið verður í 8-liða úrslitum dagana 10. og 11. desember næstkomandi en það skýrist á næstu dögum nákvæmlega hvernig leikirnir munu raðast niður á þessa tvo daga.
8-liða úrslit karla
Keflavík-Haukar
Breiðablik-Höttur
Tindastóll-ÍR
Njarðvík-KR
8-liða úrslit kvenna
Keflavík-KR
Njarðvík-Breiðablik
Snæfell-Valur
Skallagrímur-ÍR