Njarðvíkurliðin mæta Val og Grindavík í 16-liða úrslitumPrenta

Körfubolti

Í dag var dregið í Vís-bikarnum í körfubolta þar sem Njarðvíkurliðin tvö voru í pottinum. Fyrst var dregið í karlaflokki þar sem Njarðvík mætir Val í Njarðtaksgryfjunni í 16-liða úrslitum þann 22. apríl næstkomandi.

Kvennalið Njarðvíkur fékk útileik gegn stöllum sínum úr Grindavík en bæði lið leika í 1. deild kvenna. Sá leikur fer fram í HS-orku höllinni þann 21. apríl næstkomandi.

#ÁframNjarðvík