Njarðvíkurliðin úr leik í bikarnumPrenta

Körfubolti

Bikartvíhöfðinn í Njarðtaksgryfjunni fór ekki eins og heimamenn vildu því bæði karla- og kvennalið félagsins eru úr leik. Karlalið Njarðvíkur mátti fella sig við nauman ósigur í spennuslag gegn Keflavík. Lokatölur 68-73.

Milkas og Khalil voru beittir í upphafsleikhlutanum fyrir Keflavík saman með 19 stig og Keflavík leiddi 21-23 að loknum fyrsta leikhluta. Mario og Kristinn voru báðir með 5 stig í Njarðvíkurliðinu eftir fyrstu 10 mínúturnar og leikurinn eins og við mátti búast, stál í stál.

Chaz var beittur í öðrum leikhluta, fljótur að setja mark sitt á leikinn og Njarðvík var heilt yfir sterkari aðilinn í öðrum leikhluta og leiddi 44-42. Chaz með 10 stig í hálfleik en Maciek og Mario báðir með 8 stig.

Lítið gekk framan af þriðja leikhluta, Keflavík komst í 49-53 með góðum varnarleik, Njarðvík skoraði s.s. bara 5 stig á fyrstu 6 mínútum þriðja leikhluta. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 55-60 og þörf á að grænir hresstu verulega upp á sóknarleikinn.

Logi Gunnarsson opnaði fjórða með þrist og minnkaði muninn í 58-60. Keflvíkingar héldu þó forystunni og leiddu 64-69 þegar fjórar mínútur lifðu leiks. Þegar mínúta var eftir af leiknum tóku grænir fjögur þriggja stiga skot og ekkert þeirra vildi niður, 3 sóknarfráköst og fjórir þristar en ekki vildi hann detta. Þetta dugði til þess að Keflavík héngi á sigrinum og lokatölur 68-73.

Wayne var stigahæstur í dag með 14 stig og 5 fráköst og þeir Kristinn Pálsson og Chaz Williams bættu báðir við 12 stigum.

Súrt í broti að vera úr leik í bikarnum en þá er það bara að bretta upp ermar fyrir Domino´s-deildina. Þökkum stuðninginn í dag Njarðvíkingar.

#ÁframNjarðvík

Tölfræði leiksins

Myndasafn