Nóg af verkefnum hjá þeim yngstu um helginaPrenta

Fótbolti

Núna um helgina hefur verið nóg að gera hjá yngstu iðkendum okkar. Njarðvíkurmótið í 7. flokki fór fram í Reykjaneshöll á laugardaginn og þar kepptu rúmlega 300 strákar í fótbolta. Mótið sem var annað mótið hjá okkur þennan veturinn gekk mjög vel og vorum við með fjöldann allan af foreldrum með okkur til að láta þetta ganga upp. Barna og unglingaráð þakkar öllum þeim keppendum og foreldrum þeirra fyrir komuna einnig okkar fólki sem vann við mótið.

Stúlkurnar í 6. flokki kepptu á TM mótinu í Kórnum í Kópavogi á laugardeginum og svo keppti 7. flokkur stúlkna í dag sunnudag. Þetta var fin reynska fyrir stúlkunar eða eins og Daníel þjálfari sagði  “alltaf gaman að fá að spila á mótum og mikil reynsla sem kemur af því. Ég var mjög ánægður að sjá hversu vel þær stóðu sig og hvað framfarir hjá þeim eru orðnar miklar á stuttum tíma.”

Myndir/ teknar af foreldrum á mótunum

26731380_10212755566981297_8128409702109005373_n (2)

26814517_10212755566781292_2669898215796074415_n (2)

19642470_10213602217262635_2476227498395823766_n (2)

19242976_10215784723481117_7569283594843998363_o (2)

19242976_10215784723481117_7569283594843998363_o

26993734_1741916075829966_121037565875275008_n (2)