Norðurlandamót unglingaPrenta

Lyftingar

Norðurlandamót unglinga var haldið í Lillestrøm í Noregi helgina 16.- 17.september.
Alls 16 nautsterkir íslenskir unglingar mættu á pallinn til að rífa í lóðin.

Þetta var hrikalegur hópur sem keppti á mótinu og við óskum okkar fólki innilegar til hamingju með árangurinn

Daniel Patrick Riley keppti á NM í Noregi um helginna og náði hrikalegum árangri, hann endaði með 185kg í Hnébeygju, 125kg í Bekkpressu og 195kg í Réttstöðu og endaði í 4.sæti með total 505kg við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn💪

Daniel Patrick

Andri Fannar Aronsson keppti á NM í Bekkpressu í noregi um helginna og náði hrikalegum árangri hann endaði með 120kg en reyndi við 130kg en því miður fékk hann hana ógilda og endaði í 2.sæti við óskum honnum innilega til hamingju með árangurinn💪

Andri Fannar

Hólmgrímur Hómgrímsson keppti á NM í Noregi um helgina og náði hrikalegum árangri, hann endaði með 102.5kg í Hnébeygju, 62.5kg í Bekkpressu og 112.5kg í Réttstöðu og endaði í 3.sæti í flokknum. Allar gildar lyftur ásamt samanlagðri þyngd voru íslandsmet í -53kg drengjaflokki, unglingaflokki og opnum flokki. Hólmgrímur setti því hvorki minna en 66 íslandsmet á mótinu. Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn💪

Hómgrímur

Hulda Ósk keppti á NM í Noregi um helginna og náði svakalegum árangri, hún endaði með 107.5kg í Hnébeygju, 62.5kg í Bekkpressu og 117.5kg í Réttatöðu með total 287,5kg og endaði í 2.sæti við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn💪

Hulda Ósk

Hægt er að sjá video frá keppndum á Instagram síðu Massa

Heildar úrslit má finna hér á síðu KRAFT

Íslenski keppnishópurinn ásamt þjálfurum og fylgdarliði.