Nú falla vötn öll til SkagafjarðarPrenta

Körfubolti

Nú falla vötn öll til Skagafjarðar og munu Njarðvíkingar þangað ríða enda eru þeir þess fúsir! Við hnuplum ekki úr Gísla sögu Súrssonar svo glatt en tilefnið er ærið og það er leikur fjögur hjá Tindastól og Njarðvík í undanúrslitum Subwaydeildar karla.

Leikurinn hefst kl. 19:15 i Síkinu á Sauðárkróki þar sem Ljónin geta ekki sætt sig við neitt annað en sigur! Tindastóll leiðir einvígið 1-2 en það seldist upp á methraða í sætaferðirnar og Hjörðin ætlar að mæta með læti. Mætum tímanlega, það er er flott dagskrá í Síkinu og nóg við að vera – mætum græn í þessa veislu sem er framundan í dag og styðjum okkar lið.

Áfram Njarðvík!