Ný stjórn MassaPrenta

Lyftingar

Aðalfundur Massa var haldin 3.mars síðastliðinn.
Sturla Ólafsson ákvað að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér sem formann Massa. Hann hefur þó ákveðið að ljúka við þau verkefni sem hann byrjaði á og ber þá helst að nefna Evrópumeistaramótið í bekkpressu sem verður haldið í Massa 18-20.ágúst þar sem Sturla er mótstjóri. Við viljum þakka honum fyrir gott samstarf og alla sína vinnu sem hann hefur unnið fyrir Massa.

Ný stjórn Massa skipar Gunnlaug F. Olsen sem formaður, Ellert Björn Ómarsson sem gjaldkeri, Hákon Stefánsson sem ritari og meðstjórnendur eru Stéfan Sturla Svavarsson og Ásmundur Rafnar Ólafsson.

Við bjóðum þau öll velkominn til starfa og verður spennandi að fylgjast með hvernig þau tækkla ný og stærri verkefni.

Á aðalfundinum voru einnig veitt verðlaun til þeirra iðkanda sem náðu framúrskranadi árangri á árinu.

Kraftlyftingarmaður Massa 2015 er Hörður Birkisson
Kraftlyftingarkona Massa 2015 er Inga María Henningsdóttir

Lyftingarmaður Massa 2015 er Emil Ragnar Ægisson
Lyftingarkona Massa 2015 er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir

Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Kraftlyftingarmaður2015

Kraftlyftingarkona2015

Lyftingarmaður2015