Nýr leikmaður; Einar Valur ÁrnasonPrenta

Fótbolti

Nú er búið að loka fyrir félagsskipt á yfirstandandi keppnistímabili en glugganum var lokað á miðnætti 31. júlí. Aðeins tveir leikmenn skiptu yfir til okkar Patrik Atlason frá ÍR og Einar Valur Árnason frá Þrótti Vogum.

Við erum með tuttugu manna æfingahóp og munum láta duga ásamt þeim drengjum sem við erum með í 2. flokki. Þá eru þeir Björn Axel Guðjónsson, Magnús Þór Magnússon og Viktor Smári Hafsteinsson eru nú á förum vestur um haf til náms og við þökkum þeim fyrir sumarið.

Einar Valur er Njarðvíkingum er vel kunnur en Vogamaðurinn ólst upp í yngri flokkum okkar og á að baki hátt í 200 leiki með meistaraflokki okkar. Hann hefur frá 2012 verið við nám í Damörku en er nú komin heim, var með Þrótti í Vogum undanfarin sumur en er nú komin til okkar.

Við bjóðum Einar Val velkomin aftur.

Myndin af Einari Val er af honum frá árinu 2011