Njarðvík hefur samið við spænska framherjann Guillermo González Lamarca um að spila með liðinu í sumar. Lamarca, sem er 29 ára gamall, er alinn upp hjá Atlético Madrid á Spáni en hefur síðan þá spilað með CF Rayo Majadahonda, CD Canillas, PFC Lokomotiv Plovdiv, Las Rozas CF, Escuela Deportiva Moratalaz, The Spartans FC, hann hefur skorað yfir 150 mörk á ferlinum.
Hann lék með Skallagrím sl. sumar þar sem hann skoraði 20 mörk á Íslandsmótinu. Lamarca er stór framherji, um 190 cm á hæð, hraður og sterkur í loftinu og á vonandi eftir að styrkja Njarðvík í Inkasso deildinni í sumar. Hann kom til móts við Njarðvíkurliðið í Tyrklandi nú á dögunum.
Eins og komið hefur fram er meistaraflokkur félagsins staddur í Tyrklandi við æfingar nánar tiltekið í Belek Beach sem er stutt frá Antalya sem margir kannast við. Liðið fór utan á fimmtudagskvöldið og kemur heim næsta sunnudag. Í ferðinni eru fyrirhugaðir tveir leikir sá fyrri í dag gegn Elazigspor sem er tyrkneskt B deildar lið. Síðan er leikið á miðvikudaginn 27. mars þá gegn FC Neftekhimik sem er frá Rússlandi og er topplið C deildar þar. Einnig mun vera leikið við Fylkir á föstudaginn 29. mars sem eru líka staddir þarna í æfingaferð.
Myndir/ Guillermo González Lamarca