Nýr leikmaður Helgi Þór JónssonPrenta

Fótbolti

Í dag skrifaði Helgi Þór Jónsson undir samning um að leika með Njarðvík í sumar. Helgi Þór kemur frá Víði þar sem hann hefur leikið 72 leiki og gert 31 mark með félaginu. Í sumar gerði hann 10 mörk í 16 leikjum, tvö af þessum mörkum komu gegn Njarðvík á Njarðtaksvelli.

Helgi Þór sem er 23 ára stundar nám í USA og verður tilbúinn í slaginn í upphafi móts. Hann mun einnig æfa með okkur í desember og janúar.

Við bjóðum Helga Þór velkominn í okkar raðir