Nýr leikmaður, Hlynur Örn HlöðverssonPrenta

Fótbolti

Nýr leikmaður hefur bæst við leikmannahópinn en það er markvörðurinn Hlynur Örn Hlöðversson. Hlynur Örn sem er er 22 ára og kemur að láni frá Breiðablik. Hlynur Örn hefur leikið 62 meistarflokksleiki í bikar og deildarkeppni í  stóð í markinu hjá Fram sl. sumar en hann hefur einnig verið markvörður hjá Augnablik, Grindavík, KF og Tindastól. Hann á einnig 6  landsleiki með U 19 og 5 leiki með U 17.

Við bjóðum Hlyn Örn velkomin til Njarðvíkur.

Mynd/ Viðar Einarsson stjórnarmaður og Hlynur Örn