Nýr leikmaður – Ibrahima CamaraPrenta

Fótbolti

Ibrahima Kalil Camara Diakité gengur til liðs við Njarðvík.

Ibrahima skrifar undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2024.

Ibra sem er 27 ára gamall kraftmikill miðjumaður, kemur frá Spáni og hefur leikið allan sinn feril í neðri deildum Spánar.

Hann gengur til liðs við Njarðvík frá C.D. Ebro á Spáni.Knattspyrnudeildin bindur miklar vonir við að Ibra hjálpi liðinu í baráttunni sem framundan er í seinni hluta Lengjudeildarinnar.

Knattspyrnudeildin býður Ibra hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!