Nýr leikmaður Ivan PrskaloPrenta

Fótbolti

Njarðvík hefur samið við framherjann Ivan Prskalo um að spila með liðinu út tímabilið. Ivan sem er 24 ára gamall var á mála hjá unglingaliðum Hadjuk Split og Dinamo Zagreb í Króatíu og á hann sex leiki að baki fyrir aðallið Hadjuk, eitt stærsta félagið í Króatíu. Þá á hann leiki að baki með yngri landsliðum Bosníu og Hersegóvínu. Síðustu ár hefur spilað með liðum í króatísku A og B deildinni. En hann síðast lék hann með GOSK Gabela í bosnísku úrvalsdeildinni.

Ivan sem kom til landsins í síðustu viku er kominn með leikheimild og getur því spilað með liðinu gegn Gróttu á föstudaginn.

Mynd/ Ivan Prskalo