Marcello Deverlan Vicente gengur til liðs við Njarðvík!
Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur samið við brasilíska hafsentinn, Marcello Vicente, um að leika með liðinu til ársins 2025.
Marcello er stór og stæðilegur hafsent, 190 cm á hæð, fæddur árið 2000 og kemur til liðs við okkur frá heimalandi sínu Brasilíu.
Einnig er Marcello með portúgalskt vegabréf.Marcello hefur leikið á Ítalíu, Portúgal og Brasilíu en í heimalandi sínu lék hann m.a. með liði frá Red Bull samsteypunni sem er þekkt víða um heim.
Marcello er mættur á klakann, og er klár í slaginn gegn Fjölnir nk. miðvikudag.
Knattspyrnudeildin býður Marcello hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!