Nýr leikmaður Pawel GrudzinskiPrenta

Fótbolti

Nýr leikmaður Pawel Grudzinski er gengin til liðs við Njarðvík frá Víði. Pawel er 26 ára pólverji sem hefur búið og leikið hér á landi undanfarin ár. Hann gekk til liðs við Njarðvík 2014 frá Reyni S og á að baki 25 mótsleiki með Njarðvík og skorað 2 mörk í þeim. Hann gekk til liðs við Víði vorið 2016.

Við bjóðum Pawel velkomin í okkar raðir á ný.

Þá hefur Atli Freyr Ottesen Pálsson gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Álftanes en Atli Freyr kom til liðs við Njarðvik veturinn 2017. Atli Freyr lék alls 35 mótleiki og skoraði 8 mörk í þeim, Við þökkum honum fyrir hans framlag.